Hótel Djúpavík Strandir - austfirðir Vestfjarðar
     

Velkomin til Djúpavíkur!

Djúpavík er skjólgóð vík í Reykjarfirði á Ströndum, svæði sem er austasti hluti Vestfjarða.

Hótel DjúpavíkUmhverfið er friðsælt og afskekkt, ósnert af nýjustu “framförum”, þar sem kyrrðin ræður ríkjum og náttúruöflin halda áfram að móta hrjúf fjöllin.

Hótel Djúpavík er í byggingu sem einu sinni hýsti konurnar sem unnu við síldarsöltun á síldarplaninu á Djúpavík.

Ef þú ert að leita að einfaldari gistingu fyrir litla hópa allt að 10 manns, er Álfasteinn sumarhúsið okkar frábær kostur.


DjupavikDjúpavík komst skyndilega í sviðsljósið á fjórða áratugnum þegar hópur frumkvöðla reisti síldarverksmiðju í víkinni. Verksmiðjan var starfrækt þar til skömmu eftir 1950 og nú er í vélasal hennar Sögusýning Djúpavíkur sem fjallar um þessa stórbrotnu daga.

Það er margt hægt að gera í og í kringum Djúpavík.  Lítið á síðuna okkar Hvað hægt er að gera og finnið þar hugmyndir.

Ef þú vilt skoða myndir af hótelinu og umhverfi þess skaltu skoða myndasafnið okkar.
Þú getur fengið nánari upplýsingar eða bókað gistingu með tölvupósti eða í síma 451 4037.

Download our flyer (PDF, ca. 1 MB) about Djúpavík and the hotel.